Fylkir og VITA hnífjöfn

Flata Deildin.
Flata Deildin. Grafík/Karl Vinther

Úrslitaleikir í Flata Deildinni, íslensku deildinni í tölvuleiknum League of Legends fóru fram síðustu helgi og fylgdust áhorfendur með ýmist á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands eða á skjá í rafíþróttahöllinni, Arena.

Fylkir og Vita hnífjöfn

XY Esports stóðu uppi sem sigurvegarar með 24 stig og tólf sigurleiki.

Lilpeepo5head kom vel á óvart og lentu í öðru sæti með 22 stig og ellefu sigurleiki en á eftir þeim í þriðja sætinu situr Ungmennafélag Bolungarvíkur með 20 stig og tíu sigurleiki.

Úrslit fjórða sætis eru þó óráðin þar sem að Fylkir og Vita voru hnífjöfn en munu liðin keppa um fjórða sætið þegar leikdagur finnst sem hentar báðum liðum.

Stigatafla af úrslitum Flata Deildarinnar.
Stigatafla af úrslitum Flata Deildarinnar. Grafík/Karl Vinther

Flata Bikarinn næstur á dagskrá

Alls tóku átta lið þátt í Flata Deildinni en næst á dagskrá er Flata Bikarinn en fjögur efstu lið úr Flata Deildinni komast sjálfkrafa inn í Flata Bikarinn.

Prufuleikir (e.play-ins) fyrir Flata Bikarinn fara fram 5.-7. nóvember og er þá öllum liðum boðið að spreyta sig en efstu fjögur liðin úr prufuleikjunum mæta fjórum efstu úr Flata Deildinni í Flata Bikarnum.

Flýtt um viku

Flata Bikarinn sjálfan átti að halda 19.-21. nóvember en honum verður flýtt um viku vegna uppfærslu á tölvuleiknum svo Flata Bikarinn fer fram 12.-14. nóvember. 

Hægt er að skrá liðið sitt í prufuleikina á challengermode og verða allir leikir Flata Bikarsins sýndir á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert