Heimsmeistaramót í búskapshermi

Skjáskot úr fyrra móti.
Skjáskot úr fyrra móti. Skjáskot/YouTube/Farming Simulator

Búskapshermir (e. Farming Simulator) hefur notið mikilla vinsælda og átti heimsmeistaramót að hefjast í gær í þeim leik en vegna takmarkana í Þýskalandi að sökum Covid-farldursins hafa umsjónarmenn mótsins ákveðið að seinka mótinu.

Tveggja daga mót

Mótið stendur yfir í tvo daga og í stað gærdagsins sem og dagsins í dag mun mótið fara fram þann 13. og 14. nóvember eða næstu helgi.

Sextán lið eru skráð til þátttöku í þessu heimsmeistaramóti og er þeim skipt upp í fjóra riðla.

Á laugardeginum 13.nóvember fara fram leikir í riðlum A og B en á sunnudeginum þann 14.nóvember keppa lið úr riðlum C og D.

Hér má sjá uppstillingu riðla á mótinu.
Hér má sjá uppstillingu riðla á mótinu. Skjáskot/fsl.giants-software.com


Hægt er að fylgjast með mótinu í beinu streymi á YouTube eða Twitch og nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburði mótsins.

mbl.is