Fyrsta sérútgáfa Xbox Series X

Glæsilegar sérútgáfur af fjarstýringnu og Xbox Series X leikjatölvu.
Glæsilegar sérútgáfur af fjarstýringnu og Xbox Series X leikjatölvu. Skjáskot/Xbox.com

Fyrsta tímabundna sérútgáfan af Xbox Series X leikjatölvu fer í sölu þann 15.nóvember til fögnuðar 20 ára afmæli upprunalega tölvuleiksins Halo.

Dyggur aðdáandi sýnir frá

Að minnsta kosti einn aðdáendi hefur aðgang að Halo-leikjatölvu og sýnir hann frá því í myndbandi er hann tekur tölvuna upp úr kassanum.

Sambærilegt öðrum tímabundnum sérútgáfum Xbox-tölva er Halo tölvan með sérsniðið upphafshljóð sem heyrist þegar kveikt er á tölvunni en hljóðið má heyra í enda myndbandsins hér að neðan.

Tölvuleikur fylgir með

Tölvan kostar 549,99 bandaríkjadali eða 72,362 íslenskar krónur og var hönnun tölvunnar innblásin af veröld Halo. Tölvan er því umvafin dökkum málmi með gullívafi.

Með kaupum á leikjatölvunni fylgir einnig afrit af tölvuleiknum Halo Infinite sem hægt verður að setja upp í tölvunni þegar leikurinn verður gefinn út, 8. desember.

Fjarstýring í stíl

Ásamt útgáfu þessarar sérstöku leikjatölvu mun Microsoft einnig gefa út tímabundna Xbox Elite Series 2 fjarstýringu.

Fjarstýringin er innblásin af brynklæðum Master Chiefs þar með möttum og grænleitum málmi ásamt gullmálmi á D-fleti fjarstýringunnar. Fjarstýringin kostar 199,99 bandaríkjadali eða 26,316 íslenskar krónur.

Sami YouTube-efnishöfundur og birti myndbandið af Halo-leikjatölvunni eignaðist slíka fjarstýringnu og sýndi áhorfendum sínum gripinn í YouTube myndbandi hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert