Leikjastjóri Black Ops víkur frá starfi

Dan Bunting.
Dan Bunting. Skjáskot/Activision

Dan Bunting, fyrrum leikjastjóri tölvuleiksins Call of Duty: Black Ops hefur sagt af störfum vegna ásakana um kynferðislegs áreitis gagnvart kvenkyns starfsmanns.

Var hann yfirmaður vinnustofunnar Treyarch sem sem sér meðal annars um Call Of Duty leikjaseríuna en vegna rannsóknar á atviki sem átti sér stað árið 2017 hefur hann stigið til hliðar.

Atvikið var rannsakað af mannauðsdeild Activision og var þá lagt upp að Bunting yrði vísað frá starfi en talið er að Bobby Kotick, framkvæmdastjóri Blizzard, hafi tekið fyrir það og lagt til að agaviðurlög yrðu sett á Bunting í staðinn.

The Wall Street Journal greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert