Sjálfræði Sims-persóna eykst

The Sims 4.
The Sims 4. Grafík/EA Games/The Sims 4

Tölvuleikurinn Sims 4 fær nýja uppfærslu í næstu viku sem veitir persónum þínum innanleikjar sterkari áhrif á nágranna þeirra og öðrum bæjarbúum með eiginleika sem kallast „Hverfissögur“ (e. Neighbourhood Stories).

Tilgangur uppfærslunnar er að færa nágrönnum og öðrum bæjarbúum meira líf, það bætir ekki aðeins við sjálfræði þeirra heldur gefur einnig persónum leikmannsins færi á að hafa meiri áhrif á líf nágrannanna.

Til dæmis geta leikmenn látið persónur sína hvetja nágranna sína til þess að taka drastískar lífsákvarðanir í tengslum við barnseignir, rómantísk sambönd, atvinnumál og fleira þess háttar. Eins geta nágrannar haft samband við persónur leikmanna og hvatt til ákvarðana en er þá undir leikmanninum sjálfum komið hvernig fer. 

Nánari uplýsingar um uppfærsluna má lesa í tilkynningu þróunaraðila á fréttasíðu EA eða í gegnum þennan hlekk.

mbl.is