Brá sér í gervi Jinx

Skjáskot/Reddit

Þáttaröðin Arcane hefur notið gífurlegra vinsældra sem og tölvuleikurinn sem hún er  byggð á, League of Legends, og fá aðalpersónurnar í Arcane, Vi og Jinx miklar athygli þessa dagana.

Jinx er oflætisfull og hvatvís bófatófa frá borginni Zaun, í veröld League of Legends sem lifir fyrir það að skapa óreiðu, án þess að hugsa til afleiðinganna. Hún er þekkt fyrir sín banvænu og öflugu vopn enda fara þau ekki framhjá neinum. 

Hefur hún fangað hjörtu aðdáenda veraldar League of Legends og kemur það því ekki á óvart að fólk bregði sér í gervi hennar en Charlesrichard1994 birti myndband á Reddit þar sem hún hafði brugðið sér í gervi hennar og er búningurinn mjög raunverulegur.mbl.is