Rak upp öskur í miðjum leik

Dóa bregður.
Dóa bregður. Skjáskot/Twitch

Skemmtikrafturinn Halldór Már, einnig þekktur sem Dói, spilaði nýlega hryllingsleik í beinni með sýndarveruleikagleraugum þegar konan hans kemur honum á óvart.

Myrkur sálfræðitryllir í skóginum

Leikurinn sem Dói var að spila heitir Blair Witch VR og er sögudrifinn sálfræðitryllir sem gefur leikmönnum kost á að upplifa hrollvekjuna Blair Witch þar sem Ellis, fyrrum lögregluþjónn með myrka fortíð, tekur þátt í leitinni að týnda stráknum í Black Hills skóginum í Maryland.

Hræddur við gamlar konur

Er Dóa heitt í hamsi og í miðjum leik þegar konan hans labbar inn og grípur um öxlina á honum en við það bregður Dóa svo að hann rekur upp hátt öskur og leggst út af á stólinn.

Dói segir í samtali við mbl.is að hann sé mjög hræddur við gamlar konur og hafi þetta því verið átakanlegt fyrir hann.

Hér að neðan má horfa á þetta sprenghlægilega myndband.mbl.is