Seinasti íslenski Dota 2 viðburðurinn í ár

Dórabikarinn fer fram um helgina í tölvuleiknum Dota 2.
Dórabikarinn fer fram um helgina í tölvuleiknum Dota 2. Grafík/Valve Corporation/Dota 2

Dórabikarinn verður haldinn um helgina, 4.-5. desember, en það er seinasti Dota 2-viðburður ársins í íslenska Dota-samfélaginu.

Fer mótið fram í tvöfaldri útsláttarkeppni og verður spilað bæði á laugardags- og sunnudagskvöld og er öllum liðum boðið að skrá sig. Skráning fer fram á challengermode.

Úrslitin í beinni

Á laugardagskvöldinu verða leikir spilaðir í gegnum netið og spila keppendur þá að heiman frá sér en á sunnudagskvöldinu verða úrslitaleikir spilaðir í rafíþróttahöllinni Arena. Streymt verður auk þess frá úrslitaleikjum á twitchrás Rafíþróttasamtaka Íslands. 

„Við erum að halda áfram að efla og byggja upp senuna,“ segir Bergur Árnason, einnig þekktur sem „flying“, í samtali við mbl.is.

Bjóða nýja spilara velkomna

Íslenskir Dota-leikmenn hafa einnig útbúið sérstaka rás á spjallforritinu Discord og fara þar bæði tilkynningar og umræður fram sem tengast leiknum. Eins hafa Dota-leikmenn verið að spila saman og spjalla þá í gegnum þá rás.

Að lokum tekur Bergur fram að allir séu velkomnir og samfélagið sé alltaf að leita að fleiri spilurum í senuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert