Barclays heldur áfram að styrkja rafíþróttir

Barclays endurnýjaði styrktarsamning sinn við NSE.
Barclays endurnýjaði styrktarsamning sinn við NSE. CARL COURT

Breski bankinn Barclays er flestum knattspyrnuaðdáendum kunnugur, enda var bankinn stærsti styrktaraðili enska boltans í tæp tíu ár. Bankinn hefur einnig stutt við rafíþróttir í Bretlandi, og hefur nú endurnýjað styrktarsamning sinn við National Studen Esports þar í landi.

Vilja styðja við vöxt rafíþrótta í Bretlandi

Með samstarfinu verður Barclays opinber styrktaraðili Brisith University Esports Championship, ásamt því að styrkja Games Innovation Challenge. Báðir þessi viðburðir eru stórir rafíþróttaviðburðir í Bretlandi og munu fara fram árið 2022. 

„Við erum spennt fyrir því að halda áfram samstarfinu okkar við NSE,“ er haft eftir David Gowans, forstöðumaður leikja og rafíþrótta hjá Barclays. Hann segir einnig að samstarfið gefi bankanum möguleika á að styðja og stækka við vöxt rafíþrótta í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert