Besti farsímaleikurinn að mati notenda

Leikurinn Free Fire MAX var valinn besti farsímaleikur að mati …
Leikurinn Free Fire MAX var valinn besti farsímaleikur að mati notenda árið 2021. Skjáskot/Free Fire MAX

Farsímaleikir hafa aldrei verið jafn vinsælir og nú, en sífellt bætast við vandaðir og stærri leikir í hóp farsímaleikja. Notendur Google Play kusu besta farsímaleik ársins 2021 á dögunum.

Google Play Awards 2021 voru veitt í gær, en veitt voru verðlaun í mörgum flokkum fyrir ýmis farsímaforrit. Leikurinn Pokémon UNITE var valinn besti leikurinn, en flokkurinn „besti farsímaleikur að mati notenda“ kom á óvart.

Notendur völdu Free Fire MAX

Notendur fengu að kjósa um besta leik að þeirra mati í flokknum „besti farsímaleikur að mati notenda“ fyrr í nóvembermánuði og var það leikurinn Free Fire MAX sem sigraði þá kosningu.

Leikurinn Free Fire MAX kom út í september þessa árs og hefur fengið mjög jákvæðar móttökur frá farsímaspilurum. Yfir 50 milljón manns hafa niðurhalað leiknum og er hann með einkunina 4,4 af 5 mögulegum á Google Play Store.

Free Fire MAX er svokallaður „battle royale“ leikur, þar sem leikmenn mætast margir í stóru korti og keppast um að vera sá síðasti á lífi. Hægt er að nálgast leikinn á Google Play Store hér.

mbl.is