Fjör í útsendingum hjá frægum rappara

LOS ANGELES, CALIFORNIA - NOVEMBER 03: T-Pain attends the Call …
LOS ANGELES, CALIFORNIA - NOVEMBER 03: T-Pain attends the Call Of Duty: Vanguard Launch Party at The Belasco on November 03, 2021 in Los Angeles, California. Araya Doheny/Getty Images/AFP == FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY == AFP

Rapparinn T-Pain er kunnugur mörgum, enda hefur hann gefið út mörg vinsæl lög. T-pain streymir á Twitch og hefur undanfarið verið að spila nýja leikinn Forza Horizon 5.

Mikið fjör í útsendingum

T-Pain er með tæplega 800 þúsund fylgjendur á Twitch rás sinni, en þar hefur hann m.a. streymt frá því er hann gerir tónlist. Þeir sem hafa kíkt á beina útsendingu hjá T-Pain vita að það er alltaf fjör í kringum hann, enda mikill húmoristi og virðist hann hafa gaman af flestu.

Leikurinn Forza Horizon 5 hefur verið vinsæll hjá honum undanfarið, en hann er með frábæra aðstöðu til að spila leikinn. Hann er með sérhannað sæti og stýri sem gerir honum kleift að fá sem raunverulegasta upplifun af akstursleiknum Forza Horizon 5.

Streymi hans í gærkvöldi var eins og flest önnur, mikið um hlátur og grín. T-Pain ákvað að keyra um á sendiferðabíl í leiknum Forza Horizon 5 tók hann uppá því að herma eftir Saturday Night Live-stjörnunni Chris Farley og sagð ítrekað frægu orð hans „a van down by the river“.

Hægt er að sjá augnablikið á meðfylgjandi myndskeiði. Fleiri fyndnar klippur, ásamt beinum útsendingum hjá T-Pain má finna á Twitch rás hans hér.

mbl.is