Vandamál við Vanguard

Vandamál við tölvuleikinn Call of Duty: Vanguard.
Vandamál við tölvuleikinn Call of Duty: Vanguard. Grafík/Sledgehammer Games

Sledgehammer Games hefur lokað fyrir Champion Hill haminn í tölvuleiknum Call of Duty: Vanguard fyrir Xbox Series X/S leikjatölvur vegna vandamála sem tengjast því að leikurinn hrynji. 

Í gær tísti fyrirtækið frá þessum tíðindum og segir að hamurinn verði óspilanlegur á meðan vandamálið er rannsakað og lausninnar leitað. 

Þó svo að fyrirtækið bregðist skjótt við þá er þetta ekki fyrsta vandamálið sem hefur komið upp varðandi tölvuleikinn en í síðustu viku þurfti fyrirtækið að hætta við viðburðinn The Secrets Of The Pacific vegna sömu vandamála.

Eins hefur ný uppfærsla tölvuleiksins ollið PlayStation 5 notendum vandkvæða við að komast inn í leikinn en með þeirri uppfærslu fengu leikmenn kortið Shipment í leikinn sem var fyrst spilanlegt í tölvuleiknum Call of Duty 4.

mbl.is