David de Gea stofnar rafíþróttafélag

David de Gea, leikmaður Manchester United og spænska knattspyrnulandsliðsins, hefur …
David de Gea, leikmaður Manchester United og spænska knattspyrnulandsliðsins, hefur stofnað rafíþróttafélagið Rebels Gaming. AFP

Enn bætist í hóp atvinnumanna í knattspyrnu sem stofna rafíþróttafélög. Knattspyrnumaðurinn David de Gea hefur nú stofnað rafíþróttafélagið Rebels Gaming Club.

Flestir áhugamenn um knattspyrnu þekkja til de Gea, en hann er markvörður Manchester United og spænska landsliðsins. Hann stendur á bakvið stofnun rafíþróttafélagsins Rebels Gaming sem var kynnt til sögunnar í gær. 

Vilja vera alþjóðlegt félag

Haft er eftir de Gea að hann hafi haft ástríðu fyrir tölvuleikjum í mörg ár og að Rainbow Six Siege sé hans uppáhalds rafíþrótt.

„Við viljum að Rebels Gaming sé alþjóðlegt félag, ekki aðeins vegna hæfileika í keppnissenunni, heldur einnig vegna skuldbindinga við hæfileika og getu til að hvetja yngri leikmenn sem leita af nýjum tækifærum áfram. Einnig viljum við hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild,“ segir í kynningu félagsins. 

Rebels Gaming mun tefla fram liði í rafíþróttunum League of Legends, Valorant og Rainbow Six Siege, en aldrei að vita hvort að fleiri rafíþróttir munu bætast við þennan lista í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert