Fylkir hafði betur í botnslagnum

Zerq átti góðan leik fyrir Fylki í Vodafonedeildinni í gær.
Zerq átti góðan leik fyrir Fylki í Vodafonedeildinni í gær. Grafík/Vodafonedeildin

Fyrri tveir leikir áttundu umferðar í Vodafonedeildinni í Counter-Strike: Global Offensive fóru fram í gærkvöldi. Það voru Fylkir og Kórdrengir sem mættust í fyrsta leik, en bæði liðin eru nýliðar í deildinni.

Mættust í annað sinn á tímabilinu

Nú hafa öll liðin mæst einu sinni í Vodafonedeildinni, en þau munu mætast þrisvar sinnum í heildina á tímabilinu. Fyrir leik voru Kórdrengir án stiga í neðsta sæti, en Fylkir voru í næstneðsta sæti með aðeins tvö stig eftir sigur áður á Kórdrengjum.

Fylkir fengu aftur leikmanninn Zerq inn í byrjunarlið sitt, en hann kom inn í stað Vikka. Það voru því Zerq, KDOT, Jolli, Andri2k og Pat sem mættu til leiks fyrir hönd Fylkis.

Hjá Kórdrengjum voru það sNkY, BlazteR, hyperactive, xeNyy og demaNtur sem spiluðu leik gærkvöldsins.

Kórdrengir fjarri góðu gamni í seinni hálfleik

Fylkir og Kórdrengir mættust í kortinu Mirage, og byrjuðu Fylkir leikinn betur. Þegar staðan var 7-1 fyrir Fylki og allt leit vel út fyrir þá sýndu Kórdrengir mótspyrnu og sigruðu sjö lotur í röð. Staðan í hálfleik var 8-7 Kórdrengjum í hag og stefndi í jafnan leik.

Seinni hálfleikur varð þó ekki spennandi, en Kórdrengur sigruðu aðeins eina lotu í þeim hálfleik á meðan Fylkir sigruðu níu. Lokastaða leiksins var 16-9 fyrir Fylki, og var það Zerq sem var mikilvægasti maður leiksins en hann var efstur á skortöflu Fylkis eftir leik.

Fylkir sitja enn í sjöunda, eða næstneðsta, sæti en nú með fjögur stig í stað tveggja. Kórdrengir leita enn af sínum fyrsta sigri í Vodafonedeildinni, en þeir eru enn í neðsta sæti með núll stig.

Kórdrengir mæta XY í níundu umferð sem leikin er í næstu viku, og Fylkir mæta þá Þór. Skoðaðu úrslit, næstu leiki og stöðu Vodafonedeildarinnar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert