Fyrsta heimsmeistaramótið hefst í dag

Heimsmeistaramótið í Valorant hefst í dag.
Heimsmeistaramótið í Valorant hefst í dag. Skjáskot/vct.gg

Fyrsta heimsmeistaramótið í tölvuleiknum Valorant hefst í dag og hefur Riot Games farið af stað með herferðina Art of Greatness í tilefni þess.

Kafað í hugarheim leikmanna

Herferðin býður aðdáendum upp á glæsilegt myndefni þar sem kynnt er til leiks meðal annars heimsmeistaramótið og eins kafar efnishöfundurinn Rosie inn í hugarheim leikmanna og teiknar upp með sýndarveruleikagleraugum.

Hér að neðan má fá innsýn inn í hugarheim leikmannsins TenZ, sem mun taka þátt í heimsmeistaramótinu með liðinu Sentinels en hann er litblindur.

10,000 lið reynt að komast á mótið yfir árið

Síðastliðið ár hafa yfir 10,000 rafíþróttalið keppst um svæðisbundna titla og tekið þátt í mótum til þess að klifra stigann að heimsmeistaramótinu en einungis sextán bestu lið heimsins komust að í heimsmeistaramótinu.

Heimsmeistaramótið, VCT, er seinasti viðburður ársins í tölvuleiknum og keppt verður frá 1. til 12. desember og fer mótið fram í Berlín en síðasta stórmót fyrir heimsmeistaramótið, MSI var haldið hér á Íslandi fyrr í vor.

Fyrstu heimsmeistararnir

Sigurvegarar mótsins hljóta þann heiður að verða krýndir fyrstu heimsmeistarar í tölvuleiknum ásamt því að fara heim með 45,4 milljónir króna eða 350,000 bandaríkjadali. Annað sætið fer hlýtur 19,4 milljónir króna eða 150,000 bandaríkjadali og fyrir þriðja sætið verða 11,6 milljónir króna eða 90,000 bandaríkjadalir veittir.

Hefst fyrsti leikur mótsins klukkan 14:00 í dag og hægt verður að fylgjast með mótinu í gegnum Twitch eða YouTube

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert