Ground Zero fer af stað með jóladagatal

Lansetrið Grond Zero opnar glugga á jóladagatali fram að jólum.
Lansetrið Grond Zero opnar glugga á jóladagatali fram að jólum. Ljósmynd/Unsplash/Osman Rana

Lansetrið Ground Zero fer af stað með jóladagatal þar sem gluggi verður opnaður daglega fram að jólum en í gluggunum leynast óvæntir vinningar fyrir þátttakendur eða leikmenn í sal og var fyrsti glugginn opnaður í dag.

Birtu umsjónarmenn Ground Zero tilkynningu um þetta á Facebook í gær ásamt nánari upplýsingum hvað varðar dagatalið.

„Við erum svo óendanlega þakklát viðskiptavinum okkar,“ segir Sara Rún í samtali við mbl.is en Ground Zero á marga fasta viðskiptavini sem koma reglulega og segir Sara að án þeirra væri fyrirtækið ekki að hefja sitt tuttugasta ár.

„Ætli við séum ekki að reyna að gefa tilbaka til þeirra. Fyrir Gzero fjölskylduna.“

mbl.is