Íþróttaleikjahátíð næsta sumar

Ljósmynd/S X R I P T X

Hollenska úrvalsdeildin í knattspyrnu, Eredivisie, og DreamHack Sports Games hafa tilkynnt stofnun nýs viðburðar sem ber nafnið GG DreamHack Sports 2022 eða GG22.

Stefna á fölskylduvænan viðburð

Viðburðurinn mun fara fram í Maastricht í Hollandi næsta sumar. Um er að ræða svokallaða íþróttaleikjahátíð þar sem keppt er í rafíþróttum sem byggja á raunverulegum íþróttum, s.s. fótbolta- og golfleikjum. 

Markmið viðburðarins er að sameina íþróttaleiki, rafíþróttir og fjölskylduvæn hátíðarhöld.

Ekki hefur verið tilkynnt hverjir styrktaraðilar viðburðarins eru en skipuleggjendur segja að viðburðurinn muni bjóða uppá marga viðskiptamöguleika. 

mbl.is