Spilaðu Rocket League á farsíma

Rocket League Sideswipe er nýr farsímaleikur.
Rocket League Sideswipe er nýr farsímaleikur. Skjáskot/RocketLeague.com

Sífellt bætist í hóp útgefenda sem gefa út farsímaleiki samhliða tölvuleikjum. Margir leikjanna sem gefnir eru út eru minni útgáfur af stærri leikjum og byggja á svipuðum hlutum. Útgefandinn Psyonix hefur nú gefið út farsímaútgáfu af leiknum Rocket League, sem nefnist Rocket League Sideswipe.

Sömu markmið og í Rocket League

Rocket League Sideswipe kom út í nóvember og er spilanlegur á bæði Android og iOS farsímastýrikerfi.

Leikurinn snýst um það sama og tölvuleikurinn Rocket League, að stýra smábíl og hitta bolta til að koma honum í mark andstæðingsins. Rocket League Sideswipe er í tvívídd, en tölvuleikurinn er í þrívídd.

Rocket League Sideswipe er mjög líkur tölvuútgáfunni af miklu leiti þar sem leikmenn hafa sömu stjórn í báðum leikjum, þeir geta hoppað, haft fulla stjórn á því hvaða átt bíllinn fer í og aukið vélarafl bílsins með „boost“ eiginleika.

Leikurinn er frír fyrir farsíma og hægt er að nálgast hann hér í Google Play Store fyrir Android og hér í App Store fyrir iOS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert