Gefa Need For Speed og Football Manager

Need For Speed og Football Manager eru gjaldfrjálsir í gegnum …
Need For Speed og Football Manager eru gjaldfrjálsir í gegnum Amazon Prime í desember. Grafík/EA Digital Illusions

Einn af kostum þess að vera með Amazon Prime áskrift er sá að í hverjum mánuði fá áskrifendur aðgang að nýjum leikjum sem þeir geta sett upp og átt til frambúðar.

Er áskriftin frá Amazon því sambærileg PlayStation Plus áskriftinni sem og Xbox Live Gold en ásamt gjaldfrjálsum leikjum gefur Amazon Prime áskrift einnig af sér valkost á að gerast áskrifandi hjá efnishöfundum á streymisveitunni Twitch.

Alls eru níu leikir gjaldfrjálsir í gegnum Amazon Prime áskriftina og má nefna sígilda leiki á borð við kappakstursleikinn Need For Speed: Hot Pursuit og Football Manager 2021, þar sem þú stjórnar fótboltaliði.

Eins má nálgast heimsenda sjálfsbjargarleikinn Frostpunk, litríka geimleikinn Journey to the Savage Planet og hlutverkaleikinn Tales of Monkey Island.

mbl.is