Kanínustrákar geta klæðst þernuklæðnaði

Breytingar á klæðnaði í FFXIV.
Breytingar á klæðnaði í FFXIV. Skjáskot/Square Enix

Square Enix birti langan lista yfir komandi breytingar á Final Fantasy XIV tölvuleiknum með tilvonandi aukapakka, sem heitir Endwalker.

Mörg smáatriði eru tekin fyrir í leiknum og meðal annars hafa leikmenn sem spila karlkyns Viera kanínur kost á að klæða þá í þernuklæðnað.

Stærsti pakkinn

Endwalker kemur út á morgun fyrir þá einstaklinga sem keyptu aukapakkann í forsölu en aðrir munu geta spilað leikinn 7. desember. Þetta er stærsti aukapakki tölvuleiksins enn sem komið er.

Á morgun geta allir Final Fantasy XIV leikmenn notast við klæðnað úr fatalínunum Spring, Thavnairian, Housemaid, Loyal Housemaid, Butler og Loyal Butler óháð kyni persónanna. 

Beltin tekin úr umferð

Önnur breyting á klæðnaði verður gerð á beltum en þau verða hvorki aðgengileg til kaups, notkunar né til skiptanna lengur. Hinsvegar verða beltin áfram í leiknum sem fyndin áminning um það sem áður var.

Kotaku greinir frá þessu.

mbl.is