Skora á eldri borgara í leik

Ljósmynd/Royalty Free

Ekki hafa mörg rafíþróttalið eldri borgara verið í sviðsljósinu, og er óvíst hversu mörg slík félög eru starfandi. Áður hefur mbl.is fjallað um japanska rafíþróttaliðið Matagi Snipers, sem samanstendur af japönskum eldri borgurum, en liðið fékk áskorun nú á dögunum.

Vilja mæta Matagi Snipers á DreamHack í Dallas

Bandaríska liðið Golden Snipers er, líkt og Matagi Snipers, rafíþróttalið sem samanstendur af eldri borgurum. Golden Snipers hafa nú skorað á Matagi Snipers að spila alþjóðlegan sýningarleik milli liðanna.

Ekki er tekið fram í hvaða leik liðin spila, en ef marka má nöfn liðanna þá er um skotleik að ræða. 

Golden Snipers vilja mæta Matagi Snipers á rafíþróttaviðburðinum DreamHack Dallas 2022. Matagi Snipers hafa ekki svarað áskoruninni, og því óljóst hvort verði að sýningarleiknum.

mbl.is