Allir geta tekið þátt í jólamóti 354 Gaming

Grafík/354 Gaming

354 Gaming, eitt stærsta leikjasamfélag Íslands, heldur jólamót í Rocket League þann 17. desember. Verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjú liðin, og hver sem er getur skráð sig.

Mótið ber nafnið Jólabúllumótið, en Hamborgarabúllan á Selfossi er aðalstyrktaraðili mótsins, og hefst þann 17. desember klukkan 19:00, en skráning er ókeypis og lýkur sama dag klukkan 15:00. 

Mix-mót þar sem dregið er í lið

Mótið er svokallað 3v3 mix-mót þar sem einstaklingar skrá sig einir, og þegar skráningu lýkur eru þrír einstaklingar af handahófi dregnir saman í lið.

Jólabúllumótinu verður streymt frá Twitch rás 354 Gaming, og fer útsendingin fram frá Hamborgarabúllunni á Selfossi. Lýsendur mótsins verða þeir Allifret, Fluffy og Fenrisúlfur.

Efstu þrjú liðin fá verðlaun fyrir árangur sinn, en verðlaunin verða tilkynnt þegar streymt er frá mótinu, ásamt því að það verða gjafaleikir í gangi fyrir áhorfendur.

Allir geta tekið þátt í Jólabúllumóti 354 Gaming og fer skráning fram hér

mbl.is