Skipti út upphafsmyndbandinu fyrir Shrek

HO

Upphafsmyndbönd í tölvuleikjum geta verið þreytandi að horfa á í hvert sinn sem maður skráir sig inn til þess að spila en hafa Halo Infinite leikmenn unnið bug á því vandamáli.

Halo leikmenn hafa nú tekið upp á því að skipta út myndbandinu sem spilast þegar maður opnar leikinn fyrir annað myndband að eigin vali eftir að Jason Lamb tísti frá þessarri uppgvötun sinni og birti myndbönd með.



Ti þess að skipta út myndbandinu þarf að opna leikjaveituna Steam og smella á tölvuleikinn Halo Infinite, án þess að opna leikinn samt. Næst þarf að opna stillingarnar og smella á „local files“ og því næst „browse“ til þess að skoða hvað er inni í þeim.

Þar ætti að finna möppu með myndböndum, sem heitir „videos“ og þar getur maður eytt út myndbandi að nafni „intro“. Að því loknu getur maður komið fyrir öðru myndbandi að eigin vali sé áhuginn fyrir því.

Mælt er þó með að vista myndbandið í tölvuna ef ske kynni að maður vilji seinna notast við upphaflega myndbandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert