Fékk undarlega póstsendingu

Alfred Karlsson fékk undarlegan póst heim að dyrum.
Alfred Karlsson fékk undarlegan póst heim að dyrum. Ljósmynd/Unsplash/Elizaveta Kushnirenko

Alfred Karlsson, einnig þekktur sem „RuStY“, er atvinnumaður í Counter-Strike en hann birti mynd af poka með saur á Twitter sem hann hafði fengið sendan heim með pósti.

Skilaboð með saurnum

Hafði RuStY fengið þennan poka sendan heim að dyrum og á pokanum stóð „Hæ affe, þér má verða að góðu af þessarri góðu köku og ekki gleyma að kaupa kev-byssu í næstu skammbyssu umferð.“.

Hló að þessu

Svo virðist vera að einhver sé virkilega ósáttur með ákvarðanir hans innanleikjar en hann lenti nýlega í öðru sæti í William Hill Bikarnum þar sem hann keppti með liðinu SKADE.

Þrátt fyrir hugsanlega hatursgjöf virðist vera sem RuStY finnist þetta bara vera fyndið ef marka má broskarlana sem fylgdu með tístinu en það er ekki algengt að rafíþróttamenn fái sendingar sem þessar frá aðdáendum eða öðrum eftir leiki.

mbl.is