Blizzard ekki hluti af verðlaunaafhendingu

Skjáskot/youtube.com/BlizzardEntertainment

Geoff Keighley tilkynnti í tísti á laugardaginn að umdeilda fyrirtækið, Activision Blizzard, mun ekki í tölvuleikjaverðlaunaafhendingunni, The Game Awards þrátt fyrir tilnefningar.

„Burtséð frá tilnefningunum get ég staðfest að Activision Blizzard mun ekki taka þátt í The Game Awards þetta árið,“ segir Keighley í tísti en Activision Blizzard hefur staðið í málsóknum undanfarna mánuði sem snúa að kynferðislegu ofbeldi, áreitni og mismunun á starfsmönnum.

„The Game Awards er tími fögnuðar þessa geira, stærsta birtingarmynd skemmtiefnis þessa heims. Þar er ekkert svigrúm fyrir misnotkun, áreitni eða vinnubrögð nauðgara í nokkru fyrirtæki eða samfélagi,“ heldur Keighley áfram í tístfærslum sínum.

mbl.is