Gloppa veldur nekt í tölvuleik

Óþekkt gloppa í nýjum aukapakka Animal Crossing veldur nekt persóna …
Óþekkt gloppa í nýjum aukapakka Animal Crossing veldur nekt persóna á kaffihúsi. Skjáskot/Reddit/KanraWasTaken

Gloppa í aukapakkanum Happy Home Paradise í tölvuleiknum Animal Crossing: New Horizons leiðir til þess að þorpsbúar rölta um naktir og enginn veit afhverju.

Gloppan virðist eiga sér stað í kaffihúsi Happy Home Paradise og eftir að leikmenn uppgvötuðu þetta fóru margir með fréttirnar í samfélagsmiðlana til þess að deila sínum uppáhalds „nektarmyndum“, sem samt eru algjörlega skaðlausar, - enda eru það krúttleg og tölvugerð dýr sem spiluð eru í tölvuleiknum.

mbl.is