Rekinn vegna ásakana um barnaníð

Forstjóri PlayStation hefur verið rekinn úr starfi eftir ásakanir um …
Forstjóri PlayStation hefur verið rekinn úr starfi eftir ásakanir um barnaníð. Skjáskot/YouTube/People vs Preds

Sony hefur staðfest að forstjóri PlayStation, George Cacioppo, hafi verið rekinn eftir að hann var ásakaður um tilraun til barnaníðs.

Bauð fimmtán ára strák heim

Cacioppo var varaforseti PlayStation frá árinu 2013 en hann er ásakaður um að hafa boðið heim til sín, að hann hélt, fimmtán ára strák til þess að stunda kynmök með sér. Í raun var Cacioppo að ræða við tálbeitu sem þóttist vera fimmtán ára strákur og ræddu þeir saman á samskiptaforritinu Grindr.

Birtist myndband af þessu ásamt hlekk af skjáskotum samtals Cacioppos við tálbeitiuna á youtuberásinni People vs Preds en sú rás ljóstrar reglulega upp um níðinga sem slíka.


Lokar og neitar að svara

Í myndbandinu labbar myndavélamaðurinn að húsi sem Cacioppo sést standa fyrir utan og spyr hvern hann hafi ætlað að hitta. Eftir að sá fyrrnefndi spyr fleiri spurninga labbar Cacioppo rakleiðis aftur inn í hús sitt, lokar dyrunum og neitar að svara.

Myndavélamaðurinn ásakar þá Cacioppo um að hafa boðið heim til sín fimmtán ára strák til þess að stunda með sér kynmök og hrópar það hátt og hótar að hringja í lögregluna.

Netið tekur við

Samkvæmt Cnet hefur fyrirtækið Sony staðfest að Cacioppo hafi verið rekinn úr starfi.

„Við gerum okkur grein fyrir aðstæðunum og umræddur starfsmaður hefur verið rekinn úr starfi,“ segir Sony í tilkynningu í gær.

Talsmaður People vs Preds sagði í samtali við Kotaku að ástæða þess að myndbandið var gert opinbert á netinu í stað þess að vera afhent lögreglunni væri að „lögregludeildin starfar ekki með „nethópi“ (e. Cyber group) eins og okkur. Það er þar sem netið tekur við“.

mbl.is