Át börkinn af appelsínunni

Dói dýfir mat í Voga-ídýfu og smakkar í beinni á …
Dói dýfir mat í Voga-ídýfu og smakkar í beinni á mánudögum. Skjáskot/Twitch/GameTíví

Skemmtikrafturinn Dói heldur áfram að dýfa matarkyns hlutum í Voga-ídýfu og smakka á þeim í beinni ásamt vinum sínum í GameTíví.

Í gær sló hann á jólastemninguna með því að dýfa sörum í Voga-ídýfu ásamt appelsínu en aðrir þáttarstjórar ásamt áhorfendum vildu sjá Dóa borða börkinn á appelsínunni með. Og gerði hann það.

Er þetta áttundi þátturinn af Dói dýfir en það er hluti af mánudagsstreyminu hjá þeim á GameTíví.

Hægt er að fylgjast með GameTíví á Twitch eða í gegnum Stöð 2 Esports.

mbl.is