Ekki lengur hægt að endurtaka borðin

Skjáskot úr leiknum Halo Infinite.
Skjáskot úr leiknum Halo Infinite. Skjáskot/youtube.com/Xbox

Nýr herferðarhamur í tölvuleiknum Halo Infinite verður spilanlegur á morgun en hamurinn skortir lykileiginleikann, að geta endurtekið verkefni.

Samkvæmt Polygon verður ekki hægt að velja verkefni í valmyndinni til þess að endurtaka eða spila á eigin forsendum, en það hefur verið hægt í flestum fyrri leikjum.

Gerir leikmönnum erfiðar fyrir

Valkosturinn um að geta endurtekið borð eða verkefni í leikjunum hefur verið lykilþáttur leikjaseríunnar, sérstaklega þar sem að margar áskoranir og afrek sem hægt að er nálgast innanleikjar krefjast þess að leikmenn klári borðin með hauskúpu á höfði.

Þegar leikmenn spila með hauskúpuna á getur það aukið áskorunirnar og fá þá leikmenn veglegri verðlaun innanleikjar og einhverskonar bónusa.

Á að gerast í hálfopnum heim

Möguleikinn á því að endurtaka borð eða verkefni hefur verið tekinn út úr leiknum vegna þess að leikurinn á að vera nokkurn veginn í opnum heim, samkvæmt Polygon.

Þess í stað geta leikmenn kannað heiminn og leikið sér svoleiðis eftir að þeir hafa lokið af sínum verkefnum.

Nánari upplýsingar má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert