Firmamótið að líða undir lok

Elko heldur rafíþróttamót.
Elko heldur rafíþróttamót. Grafík/Elko

Tuttugu og fjögur fyrirtæki tóku þátt í Firmamótinu sem hefur staðið yfir síðustu vikur og voru fjörutíu og fjögur lið sem kepptu.

Í Firmamótinu er keppt í þremur leikjum, Counter-Strike, Rocket League og FIFA og hafa fyrirtæki verið að keppa sín á milli undanfarnar vikur.

Fyrirtækin Vodafone og Advania komust í úrslit í fyrstu persónu skotleiknum Counter-Strike.

Elko og NetApp eru í úrslitum í Rocket League.

Smárabíó og Bananar eru í úrslitum í FIFA.

Úrslitaleikir fara fram á morgun í rafíþróttahöllinni Arena og verður sýnt frá leikjum í beinni klukkan 18:00 á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert