Among Us í gegnum sýndarveruleikagleraugu

Among Us er væntanlegur til spilunar í gegnum sýndarveruleikagleraugu.
Among Us er væntanlegur til spilunar í gegnum sýndarveruleikagleraugu. Skjáskot/Innersloth

Tölvuleikurinn Among Us er að stækka við sig og hefur Innersloth stúdíóið, sem framleiðir leikinn, tilkynnti að leikinn verðu bráðum hægt að spila í gegnum sýndarveruleikagleraugu.

Among Us VR verður þá hægt að spila í fyrstu persónu en mun ekki breytast að öðru leyti en það. Samkvæmt tilkynningunni mun Among Us fara úr tveggja vídda tölvuleik yfir í þriggja vídda, fyrstu persónu tölvuleik þar sem leikmenn hafa kost á að spila í hjarta Skelds, en Skeld er kortið sem spilað er á.

Geta ennþá fjórir til tíu leikmenn spilað leikinn saman í gegnum internetið en ekki er kominn neinn útgáfudagur. Leikinn verður hægt að spila á gleraugunum SteamVR og Oculus Quest 2, sem nú er einnig þekkt sem Meta Quest 2. 

Áhugavert verður að fylgjast með framþróun þessa leiks og hvernig leikmenn munu taka í það að spila slíkan leik í fyrstu persónu.

mbl.is