Halo-þáttaröð fer af stað á nýju ári

Halo þáttaröð hefst á nýju ári.
Halo þáttaröð hefst á nýju ári. Skjáskot/YouTube

Fyrsta kynningarstikla væntanlegu Halo-þáttaraðarinnar, sem verður sýnd á Paramount+, er komin út og var sýnd á The Game Awards.

Halo Infinite kom óvænt út fyrir skömmu síðan en það er fjölspilunar fyrstu persónu skotleikur og hefur hlotið góða hingað til. Hefur Halo notið sviðsljóssins og mikilla vinsælda frá útgáfu en Paramount+ ætlar að nýta sér það og fara af stað með þáttaröð um Halo.

Mun þáttaröðin fara af stað snemma á næsta ári og sýnir frá því sem gerist áður en Halo Infinite kom út, sumsé á sér stað áður en stríðið við Covenant hefst. Halo Infinite tölvuleikurinn tekur svo upp þráðinn nánast einu og hálfi ári eftir að stríðinu lýkur, svo að þáttaröðin er góður byrjunarreitur fyrir nýliða til þess að kynnast veröld Halo.

Rændi börnum og genabreytti þeim

Þáttaröðin virðist sýna frá Dr. Catherine Halsey, stríðsglæpakvendið sem ættleiddi Master Chief. Halsey rændi hundruðum barna og sendi þau í herskóla ásamt því að umbreyta líkama þeirra svo að börnin breyttust í skrímsla- og ofurhermenn í þeim tilgangi að kúga alla mótmælendur. Haft eftir Kotaku.

Hér að neðan má horfa á kynningarstiklu þáttaraðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert