Látinn 29 ára gamall

Alaan Faraj, einnig þekktur sem „SexyBamboe“ er látinn.
Alaan Faraj, einnig þekktur sem „SexyBamboe“ er látinn. Ljósmynd/Sebastian Ekman/Dreamhack

Fyrrum atvinnumaður í tölvuleiknum Dota 2, efnishöfundur og lýsandi er látinn samkvæmt staðhæfingum frá vinum hans, fyrrum liðsfélögum og öðrum aðilum innan Dota 2 samfélagsins.

Syrgja í friði

Alaan Faraj, einnig þekktur sem „SexyBamboe“, lést aðeins 29 ára gamall en hann var mjög virkur í Dota samfélaginu og setið í keppnissenunni í fjölda ára.

Ekki er vitað um dánarosrök hans en vinur hans tísti frá því að það væri gott ef fólk færi ekki að velta því fyrir sér hvernig hann dó svo að fjölskyldan hans fengi að syrgja í friði.


Óskað eftir myndum af honum

Keppti hann í upprunalega Dota leiknum áður en hann skipti yfir í Dota 2 árið 2011. Hann spilaði með yfir 18 liðum á milli 2011 og 2021 en síðast spilaði hann með liðinu Team Bald Reborn.

Bróðir hans, bashyx_x, óskaði eftir því á samfélagsmiðlinum Twitter að fá sendar myndir af SexyBamboe ef einhver sæti á slíku.

mbl.is