Raggi og COres hampa Dórabikarnum

Dota 2.
Dota 2. Grafík/Valve/Dota2

Dórabikarinn í tölvuleiknum Dota 2 fór fram fyrr í mánuðinum en það var seinasti íslenski Dota 2 viðburðurinn á árinu.

Úrslitaleikir voru spilaðir í rafíþróttahöllinni Arena en alls tóku fimm lið þátt í mótinu. 

Liðið Raggi og COres lenti í fyrsta sæti, Midas Monkeys í því öðru og Mojsla Fan Club lenti í þriðja sæti.

Þakkar mótstjórinn Bergur Árnason, einnig þekktur sem „flying“ öllum liðum fyrir þátttökuna í mótinu í Facebook- færslu og eins þakkar hann öðrum aðilum á borð við áhorfendur fyrir það að horfa á viðburðina sem haldnir voru í ár. 

Eins tekur hann fram að mótastjórn hlakki til komandi tíma og segir Dota senuna á Íslandi eiga gott í vændum á komandi tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert