Stjörnufræðingur rýnir í hringa Halo

Stjörnufræðingur rýnir í hringi Halo.
Stjörnufræðingur rýnir í hringi Halo. Grafík/343 Industries/Halo Infinite

Vísindaskáldsaga tölvuleiksins Halo hefur fengið fólk til þess að velta því fyrir sér hvort að þau ímynduðu hugtök og tilgerða náttúra geti gengið upp í raunheimum.

Halo hringirnir sem Bungie bjó til í Halo: Combat Evolved eru þekktir fyrir að vera fallegir og draumkenndir þættir innan tölvuleiksins, þessi risastóru mannvirki sem snúast varlega í geimnum.

Skoðað möguleikann

Það er fjarstæðukennt að mannvirki sem slík geti verið til í raunveruleikanum en stjörnufræðingurinn og efnishöfundurinn, Scott Manley, ræddi þessa hringi frá vísindalegu sjónarhorni í hlaðvarpinu Hey, Lesson! og fer hann þar yfir hvernig þyngdarafl gæti virkað í svokölluðum hringaheim.

“Halo hringurinn er 10,000 kílómetra langur. Ég býst við að í rauninni, innan eðlisfræðilegra efnisvísinda gæti maður smíðað hring af þeirri stærð og snúið honum nógu hratt til þess að búa til eitt G.

En þeir sem eru í leiknum eru ekki á ferð. Þeir skapa þyngdarafl með þyngdaraflsvélum eða eitthvað svoleiðis eins og ég skil þetta,” segir Scott Manley í hlaðvarpsþættinum.

Myndi taka menn tíma að aðlagast

“Lögmál þess að snúa hlutum er að því smærri sem hluturinn er, því minni er radíusinn, því hraðar þarftu að snúa honum. Svo ef þú horfir á geimstöðina árið 2001 (A space Odyssey) þá snýst hún einu sinni á mínútu… Hringaheimurinn myndi snúast á einhverjum mánuðum.”

Hringirnir í Halo gætu semsagt hugsanlega myndað sitt eigið þyngdarafl ef þeir snúast á réttum hraða. Hinsvegar myndi það líklegataka menn nokkurn tíma að aðlagast og telur Manley að mörg uppköst myndu fylgja aðlögunarferlinu.

Hér að neðan er hægt að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert