Aldrei kostað minna

Skjáskot/Amazon/Nintendo

Ring Fit Adventure settið frá Nintendo Switch inniheldur líkamsræktarævintýraleikinn með pilates hring sem Joy-Con rennur í hefur aldrei kostað minna.

Settið selst á 54,99 bandaríkjadali eða rétt rúmar 7 þúsund íslenskar krónur á Amazon en venjulega kostar það 85 bandaríkjadali sem gera rúmar 11 þúsund krónur. Hefur settið verið á þessu lága verði frá því á myrkum föstudegi Bandaríkjanna.

Þessi einspilunar leikur er í raun hlutverkaleikur þar sem að leikmenn berjast við andstæðinga með því að fara með réttar líkamsæfingar.

Fylgist leikurinn með líkamshreysti leikmanna og tryggir að þeir láti reyna nægilega á sig, þrátt fyrir að hægt sé að stilla erfiðleikastigið sjálfur. 

mbl.is