Vill ekki rukka fólk

Ljósmynd/Unsplash/Sergi Kabrera

Gjaldfrjálsi tölvuleikurinn Wordle varð skyndilega mjög vinsæll meðal netverja en hann gengur út á það að skrifa rétt orð í sex tilraunum, líkt og hengimaður.

Þróunaraðilinn á bakvið Wordle, Josh Wardle, segist ekki hafa í hyggju að bæta við auglýsingum á þennan skyndilega vinsæla leik og skilur jafnframt ekki hvers vegna sumir hlutir fái ekki bara að vera skemmtilegir.

Wardle virðist heldur ekki hafa neinn áhuga á því að breyta leiknum í símaforrit og segist ekki kunna að meta hversu mörg símaforrit reyna að heltaka alla athygli notenda.

Í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 skýrir hann frá þessu og bætir við að „hann þurfi ekki að rukka fólk fyrir þennan leik og vilji helst halda því þannig“.

mbl.is