Þessir tölvuleikir koma út í janúar

Það verður hægt að spila God of War á PC-tölvum …
Það verður hægt að spila God of War á PC-tölvum í janúar. Grafík/Santa Monica Studios/God of War

Tölvuleikir hafa aldrei verið vinsælli afþreying en nú og með vaxandi iðnaði eru tölvuleikir gefnir út hægri vinstri.

Hér að neðan má sjá lista yfir nokkra leiki sem gefnir verða út í janúar.

Monster Hunt Rise - 12. janúar

Á miðvikudag verður hægt að spila tölvuleikinn Monster Hunt Rise á PC-tölvum en leikurinn var fyrst gefinn út af Santa Monica Studio á síðasta ári fyrir Nintendo Switch leikjatölvur. Í Monster Hunt Rise setja leikmenn sig í hlutverk veiðimanns og kljást við hættuleg skrímsli samhliða ákveðnum söguþræði.

The Anacrusis - 12. janúar

Á fimmtudag kemur tölvuleikurinn The Anacrusis út og er hann gefinn út af stúdíóinu Stray Bombay. The Anacrusis er fyrstu persónu skotleikur sem snýr að samvinnu leikmanna þar sem þeir eru strandaðir í geimskipi. Hægt verður að spila leikinn á bæði Xbox-leikjatölvum sem og PC-tölvum.

God of War - 14. janúar

Hinn geysivinsæla tölvuleik God of War verður hægt að spila á PC-tölvum á föstudaginn en sá leikur var fyrst hannaður fyrir PlayStation tölvur árið 2018. God of War er hlutverkaleikur þar sem barist er við ýmsa Guði.

Nobody Saves The World - 18. janúar

Þann 18. janúar gefur Drinkbox Studios út tölvuleikinn Nobody Saves The World en það er hlutverkaleikur þar sem leikmenn breyta sér í slím, draug eða dreka og takast á við tilfallandi verkefni innanleikjar. Hægt verður að spila hann á Xbox-leikjatölvum sem og PC-tölvum.

Rainbow Six Extraction - 20. janúar

Framhaldsleikur í Rainbow Six leikjaseríunni, Rainbow Six Extraction, kemur út þann 20. janúar frá Ubisoft stúdíónu. Hann er fyrstu persónu skotleikur sem hægt verður að spila á PlayStation-, Xbox-, Nintendo Switch-leikjatölvum sem og PC-tölvum.

Windjammers 2 - 20. janúar

Windjammers 2 verður gefinn út þann 20. janúar af stúdíóinu Dotemu en sá tölvuleikur snýr að því að spila frisbý. Hægt verður að spila hann á PlayStation-, Xbox-, og PC-tölvum.

Pupperazzi - 20. janúar

Kitfox Games gefur út tölvuleikinn Pupperazzi þann 20. janúar en þar taka leikmenn að sér hlutverk hundaljósmyndara og safna saman fallegum myndum í albúm, byggja upp feril sem hundaljósmyndari ásamt því að uppfæra myndavélina og uppgvöta nýjar hundategundir. Hægt verður að spila leikinn á PC-tölvum.

Pokémon Legends: Arceus - 28. janúar

Pokémon Legends: Arceus kemur út þann 28. janúar á Nintendo Switch-tölvur en hann er hlutverkaleikur þróaður af fyrirtækinu Game Freak og gefinn út af Nintendo ásamt The Pokémon Company.

Legacy of Thieves Collection - 29. janúar

Naughty Dog Studios gefur út Uncharted: Legacy of Thieves Collection þann 29. janúar og í honum eru endurgerðar útgáfur af Uncharted 4: A Thief’s End og Uncharted: The Lost Legacy. Hægt verður að spila hann bæði á PlayStation 5 tölvu sem og PC-tölvu.

mbl.is