Undarlegir póstar frá yfirvöldum vegna Covid-prófa

Plague Inc. er tölvuleikur sem gengur út á það að …
Plague Inc. er tölvuleikur sem gengur út á það að hanna sjúkdóm til þess að dreifa um jörðina og eyða út mannkyninu. Skjáskot/YouTube/Ndemic Creations

Tölvupóstur sem virðist vera ruslpóstur sem bresk stjórnvöld sendu vegna kórónavírusprófa inniheldur QR kóða sem virðist opna Plague Inc. í farsímanum.

Ræsir tölvuleik

Breskir ríkisborgarar sem fengu tölvupóst frá breskum stjórnvöldum með hausnum „Hér er söfnunarkóði þinn“ fyrir kórónavíruspróf geta einnig innihaldið QR kóða sem opnar tölvuleikinn Plague Inc. ef hann er uppsettur á símanum þínum.

Twitter notandinn lenn_box tísti fyrst frá myndbandi þar sem hann sýnir frá þessu undarlega atviki og spyr hvort einhver geti útskýrt þetta.

Staðfesta atferlið

GameByte teymið prófaði þetta með því að nota tölvupóst sem sendur var í einn af persónulegum tölvupóst starfsmanns GameByte og getur það staðfest að þetta sé að gerast og hafa starfsmenn GameByte prófað þetta á nokkrum Android tækjum.

„Við efumst stórlega um að stjórnvöld noti leikinn viljandi sem hluta af þjálfun við heimsfaraldri,“ segir í frétt frá GameByte.

Eiga að smita jörðina

Plague Inc. er tölvuleikur fyrir farsíma þróaður af Ndemic Creations sem kom fyrst út árið 2012. Þar hanna leikmenn sjúkdóm og reyna á ýmis herkænskubrögð til þess að sjúkdómurinn breiði úr sér um heim allan og þurrki þar með út mannkynið.

Leikurinn hefur einnig nokkra nýja eiginleika sem bættir voru við meðan á Covid-19 heimsfaraldrinum stóð.

GameByte hefur leitað til tengiliðs stjórnvalda til að fá útskýringar á þessu.

mbl.is