Eftirspurnin meiri en framboðið

Xbox leikjatölva og fjarstýring.
Xbox leikjatölva og fjarstýring. Ljósmynd/Unsplash

Xbox Series X|S leikjatölvufjölskyldan hefur selst í yfir einni milljónum eininga í Bretlandi einu og sér frá því að hún kom á markað í nóvember 2020, samkvæmt gögnum frá GfK sem GI.biz greindi frá.

Desember 2021 var farsælasti mánuðurinn fyrir sölu á Xbox Series X|S síðan þær fóru á markað og var 108% hækkunin á milli mánaðanna sérstaklega rakin til þess að fleiri Series X einingar voru til á lager, segir í skýrslunni.

Phil Spencer, yfirmaður Xbox, sagði nýlega í samtali við The New York Times að eftirspurnin eftir nýjum leikjatölvum væri meiri en framboðið, þrátt fyrir að framboðið hafi aldrei verið meira.

„Þegar þú hugsar um að reyna að fá Xbox eða nýja PlayStation núna á markaðnum, þá er mjög erfitt að finna þær,“ sagði Spencer.

„Það er ekki vegna þess að framboðið er minna en það hefur nokkru sinni verið. Framboðið er í raun eins mikið og það hefur verið. Það er að eftirspurnin er meiri en framboðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert