Ósáttur við að eftirlíkingin var tekin úr umferð

Forritarinn Zach Shakked, sem skapaði eina af nokkrum umdeildum eftirlíkingum af tölvuleiknum Wordle, hefur svarað Apple eftir að Apple fjarlægði forritið hans af App Store.

Shakked hafði montað sig af fjáröflunarmöguleikum sínum á eftirlíkingunni með tísti og í kjölfar þess tók App Store út forritið hans.

Fór yfir strikið

„Ég geri mér grein fyrir því að ég fór yfir strikið. Og ég mun örugglega, örugglega aldrei gera neitt þessu líkt aftur. Ég fokkaði upp,“ tísti Shakked.

Hann heldur áfram að útskýra að „Wordle“ sjálft var ekki vörumerki og að leikurinn væri svipaður og Lingo, eldri sjónvarpsleikjaþáttur.

Ætlaði að breyta forritinu 

Shakked segir einnig að hann hafi ætlað að stækka Wordle með meiri virkni og breyta heildarhönnun forritsins þannig að það líkist síður leik Wardles sjálfs, hefði hann getað það áður en Apple fjarlægði appið hans úr versluninni.

Wordle hefur rokið upp í vinsældum undanfarnar vikur, með mínimalískri hönnun sinni, daglegum þrautum í stórum stíl og með sínum gráu, gulu og grænu ferningum.

Upprunalegi leikurinn er ókeypis og eingöngu spilaður í gegnum vafra, sem skilur eftir tækifæri fyrir hvern sem er að búa til eftirlíkingu og reyna að græða á hugmyndinni í gegnum App Store.

Talaði við Wardle

Í öðrum þræði segir Shakked einnig að hann hafi talað við Wardle og boðist til að gefa leyfi fyrir hugmyndinni, vinna saman að því að þróa opinbert forrit eða greiða honum prósentu af hagnaði, sem Wardle sagðist hafa hafnað.

Shakked heldur því einnig fram að hann hafi sagt Wardle að hann myndi „íhuga að breyta nafninu“ áður en forritið var fjarlægt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert