Heldur áfram að spila í búningum

Olalitla96 fékk innblástur þessa útlits frá Borderlands tölvuleikjaseríunni.
Olalitla96 fékk innblástur þessa útlits frá Borderlands tölvuleikjaseríunni. Ljósmynd/Olalitla96

Íslenski efnishöfundurinn og tölvuleikjaspilarinn Olalitla96 er þekkt fyrir að bregða sér í búning fyrir streymin sín og hefur mbl áður fjallað um hana.

Í fyrradag útbjó hún einstakt útlit sem hún kallar „cell shaded“ og spilaði þannig tilgerð tölvuleikinn Ready or Not en innblásturinn fyrir útlitið fékk hún frá Borderlands tölvuleikjaseríunni.

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað Borderlands tölvuleikina sjálf þá hrífst hún mjög að listastílnum sem finna má í þeim leikjum.

Segir Óla í samtali við mbl.is að hún muni þó að öllum líkindum gefa þeim séns þrátt fyrir að hún hafi heyrt misjafnar skoðanir leikmanna á Borderlands.

„Spila þá samt örugglega einn daginn til að mynda mína skoðun á þeim,“ segir Óla í samtali við mbl.is.

mbl.is