Kláraði Halo án þess að skjóta úr byssu

Skjáskot úr tölvuleiknum Halo: Infinite.
Skjáskot úr tölvuleiknum Halo: Infinite. Skjáskot/Simply & Slick

Fyrr í þessum mánuði deildi Halo hraðhlaupari (e. speedrunner) að nafni Tom myndbandi á YouTube rásinni sinni, Simply & Slick, þar sem hann sýndi frá því er hann sigraði Halo Infinite án þess að skjóta sem mikið sem einni byssukúlu.

Tók þessi herferð Toms um fjórar klukkustundir og notaðist hann mikið við rafmagnssverð, þyngdaraflshamra og orkukol en hann leyfði sér einnig að notast við gloppur sem finnast innanleikjar til þess að komast í gegnum allar þrautirnar.

Í gegnum hlaupið segist Tom hafa dáið um hundrað sinnum en þar af voru um fimmtíu skipti í bardaga við endakarlinn.

Þrátt fyrir það tókst honum að klára leikin án þess að skjóta úr einni byssu, og það á undir fjórum klukkustundum.

mbl.is