Vinsælla að horfa á sofandi fólk

mbl.is/Thinkstockphotos

Tölvuleikurinn Call of Duty: Vanguard kom út í nóvember og urðu tölvuleikjaspilarar fyrir miklum vonbrigðum með leikinn eftir að hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum.

Ýmsar gloppur og önnur vandamál risu upp innanleikjar og hefur Activision verið markvisst að vinna að því að lagfæra þau. Svo virðist vera að ekki hafi gengið nógu vel hjá þróunaraðilum að halda áhuga kúnna sinna á leiknum eða áhuga einstaklinga á streymum þar sem leikurinn er spilaður.

GamingBible vakti athygli á því að áhorfendatölur streyma þar sem horft er á fólk sofa eru hærri heldur en þeirra streyma þar sem verið er að spila Vanguard.

Snemma þann 7. janúar á þessu ári var tölvuleikurinn með um 2.9 þúsund áhorf á meðan „Bara að sofa“ efnisflokkurinn var með 5.3 þúsund áhorf.

„Bara að sofa“ efnisflokkurinn var upprunalega gerður fyrir tölvuleikinn I'm Only Sleeping en Twitch-notendur virðast hafa fundið önnur fyrir efnisflokkinn.

mbl.is