Millistykki auðveldar fötluðum að spila

Akaki Kuumeri sýnir hvernig millistykki er notað til þess að …
Akaki Kuumeri sýnir hvernig millistykki er notað til þess að notast við PlayStation fjarstýringu með einni hendi. Skjáskot/Akaki Kuumeri

Akaki Kuumeri hlóð nýlega upp myndbandi á youtuberásinni sinni þar sem hann sýnir frá millistykki sem hann bjó til sem gerir einstaklingum kleift að notast við PlayStation-fjarstýringu með einni hendi.

Notandinn getur með millistykkinu notast við alla takka á fjarstýringunni þrátt fyrir að nota bara hægri hlið hennar og gerir það fötluðum talsvert auðveldara fyrir að spila tölvuleiki.

Eins og Kuumeri sýnir fram á í myndbandinu virkar millistykkið þannig að þú getur stjórnað fjarstýringunni með því að hafa hana á einhverju yfirborði, líklega lærinu.

Millistykkið er prentað út með þrívíddarprentara og deilir hann hönnuninni með hverjum sem hefur áhuga. Hlekk til þess að nálgast hönnunina má finna undir myndbandinu sjálfu.

Hægt er að horfa á myndbandið þar sem sýnikennsla fer fram hér að neðan.

mbl.is