Missti af verðlaunum að andvirði hálfrar milljónar

Sérsniðin Far Cry 6 Xbox leikjatölva.
Sérsniðin Far Cry 6 Xbox leikjatölva. Mynd/Xbox/Far Cry 6

Tölvuleikjaspilari vann sérsniðna Xbox-tölvu að andvirði 4000 bandaríkjadala eða rúmlega hálfrar milljóna íslenskra króna en gleymdi að sækja verðlaunin innan tímarammans.

Vegleg verðlaun

Sérsniðna leikjatölvan sem áttu að veitast tölvuleikjaspilaranum var Far Cry 6 Xbox Series X leikjatölva en ásamt henni átti sérsniðin fjarstýring, eintak af Far Cry 6 tölvuleiknnum og Samsung NEO QLED snjallsjónvarp ða fylgja.

Spilarinn vann til þessa verðlauna í gegnum Microsoft verðlaunaforrits þar sem að leikmenn þurftu að klára ákveðin verkefni tengd Xbox til þess að vinna sér inn stig.

Umrædd stig gátu síðan verið notuð til þess að taka þátt í lukkupottum, öðlast Xbox gjafakort eða áskriftir ásamt mörgum öðrum hlutum.

Svaraði ekki póstinum

Haft var samband við sigurvegara leikjatölvupakkans með tölvupósti til þess að láta vita að einstaklingurinn hafi unnið Sweepstakes verðlaunin frá Microsoft. Sigurvegarinn átti að svara póstinum til þess að staðfesta vinninginn og fá pakkann sem metinn er á 4.288,98 bandaríkjadali eða 556.409 íslenskar krónur.

Siguvegari var krafinn um staðfestingu á fullu nafni, heimilisfangi, símanúmeri og aldri og þurfti staðfesting að berast fyrir 22. október 2021 - annars myndi vinningurinn renna til annars einstaklings.

Þar sem upprunalegi sigurvegarinn svaraði ekki valdi Microsoft nýjan sigurvegara og var það Greg E. frá Oklahoma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert