Potturinn býr að tæpum 30 milljónum

Skjáskot úr miðjum leik MAD Lions á móti G2 Esports.
Skjáskot úr miðjum leik MAD Lions á móti G2 Esports. Skjáskot/YouTube

Vortímabil evrópsku keppnissenunnar í tölvuleiknum League of Legends, LEC Spring 2022, hófst á föstudaginn en alls taka tíu lið þátt í mótinu.

Verðlaunapotturinn býr að 200.000 evrum sem skiptist á milli efstu sex sætanna en það jafngildir um 29.5 milljónum íslenskum krónum.

Liðið sem lendir í fyrsta sæti á mótinu hlýtur 13.5 milljónir íslenskar krónur, annað sætið hlýtur tæplega 8.5 milljónir íslenskra króna og þriðja sætið fer heim með fimm milljónir íslenskra króna.

Liðin sem taka þátt í LEC 2022 eru Astralis, Excel Esports, Fnatic, G2 Esports, MAD Lions, Misfits Gaming, Rogue, SK Gaming, Team BDS og Team Vitality.

Fyrstu leikir fóru fram um helgina og sem stendur eru Fnatic og Rogue efstir í deildinni með þrjá sigra.

Næstu leikir fara fram á föstudaginn en nánari upplýsingar um stöðu mótsins má finna á liquipedia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert