Verða við beiðni leikmanna

Skjáskot/Wowhead

Activision Blizzard kætir Shaman leikmenn í tölvuleiknum World of Warcraft með nýrri útgáfu af draugaúlfum.

Reddit-notandinn marcbii óskaði eftir því, fyrir fjórum mánuðum síðan á spjallþræðinum Reddit, að þeir leikmenn sem spila Shaman persónur í tölvuleiknum World of Warcraft fái „meiri ást og fleiri valmöguleika fyrir draugaúlfa“ og virtust aðrir ræðumenn spjallsins vera á sama máli.

Nú, fjórum mánuðum seinna, hefur Blizzard orðið við beiðni leikmanna sinna og birtu nýjar útgáfur fyrir draugaúlfa Shamanna á wowhead.

Fá þeir leikmenn því nýjar útgáfur af Spectral Vulpine og Vulpine formum fyrir draugaúlfana sem verða aðgengilegir í Eternity's End aukapakkanum.

mbl.is