Skráning í Hátignakeppni RLÍS opin

Skjáskot úr leiknum Rocket League.
Skjáskot úr leiknum Rocket League. Skjáskot/Rocket League

Íslenska Rocket League-samfélagið, RLÍS, tilkynnti nýlega á samfélagsmiðlum sínum að á sunnudaginn 23. janúar yrði haldin 1v1-hátignakeppni RLÍS.

Mótið fer fram á sunnudaginn og hefst klukkan 17.00 og verður þá spiluð tvöföld útsláttarkeppni. Allar viðureignir í efra leikjatrénu verða spilaðar í best-af-3 fram að fjögurra liða úrslitum en þá verða viðureignir spilaðar með best-af-5-fyrirkomulagi.

Allar viðureignir í neðra leikjatré verða spilaðar með best-af-3-fyrirkomulagi en úrslitaviðureign neðra leikjatrés verður spiluð með best-af-5-fyrirkomulagi.

Úrslitaviðureign keppninnar sjálfrar verður síðan spiluð með best-af-7-fyrirkomulagi 

Sigurvegari Hátignakeppninnar verður kýndur 1v1-kóngur eða 1v1-drottning á discord-rás íslenska Rocket League-samfélagsins.

Nánari upplýsingar má finna í gegnum þennan hlekk en skráningin fer einnig fram þar. Streymt verður frá keppninni og hægt verður að fylgjast með henni á Twitch en streymið hefst klukkan 17.00.

mbl.is