Sérviðburður Halo Infinite farinn af stað

Halo Infinite Cyber Showdown viðburðurinn er hafinn.
Halo Infinite Cyber Showdown viðburðurinn er hafinn. Grafík/343 Industries/Halo Infinite

Sérstakur viðburður í tölvuleiknum Halo Infinite, Halo Infinite Cyber Showdown, er farinn af stað sem býður leikmönnum upp á splunkuný og einstök verðlaun fyrir þá sem klára allar áskoranir viðburðsins.

Viðburðurinn hefur að geyma tíu áskoranir og þarf að klára þær allar í leikhamnum Attrition en í þeim ham fara leikmenn í ákveðið svefn ástand áður en þeir deyja innanleikjar og geta því annaðhvort verið kláraðir af óvinum eða endurlífgaðir af liðsfélögum.

Áskoranirnar sem Halo Infinite Cyber Showdown býður upp á eru:

Að endurlífga liðsfélaga 1x - 300 reynslustig

Drepa Spartan óvini 7x - 300 reynslustig

Fá aðstoð 20x - 350 reynslustig

Drepa Spartan óvini með Sidekick skammbyssu 5x - 300 reynslustig

Drepa Spartan óvini með Assault riffli 5x - 300 reynslustig

Klára Attrition viðureignir 3x - 400 reynslustig

Drepa Spartan óvin í návígi (e. melee attack) 3x - 400 reynslustig

Drepa Spartan óvini með Assault riffli 15x - 350 reynslustig

Drepa Spartan óvini 25x - 350 reynslustig

Drepa Spartan óvin með Sidekick skammbyssu 20x- 400 reynslustig

Fleiri verðlaun eru í boði á þessum viðburði og nánar um þau má lesa hér en viðburðurinn hófst í gær og stendur fram að 1. febrúar. 

mbl.is